Dæmi um sáramyndun og slæm áhrif á velferð vegna lúsar Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2018 06:00 Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Vísir/Pjetur Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira