Bókafólk með hjartað í buxunum Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 10:09 Egill Örn vill spara yfirlýsingarnar þar til ríkisstjórnin sýnir spilin en viðurkennir að hann er verulega áhyggjufullur vegna þessarar óvæntu vendingar. Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir. Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir.
Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09