Útgjöld ríkissjóðs aukast um 55 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:15 Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38