Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. september 2018 07:00 Vetnisbílar hafa gengið í endurnýjun lífdaga, Margir spá því að þeir verði ofan á í kapphlaupinu við að leysa jarðefnaeldsneyti af. Vísir/Anton Brink Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð á lóð fyrirtækisins við Miklubraut í Reykjavík um næstu áramót. Í dag eru aðeins 15 vetnisbílar í notkun á Íslandi en Skeljungur veðjar á að vetnisbílar muni geta leyst af hina hefðbundnu bensín- og dísilbíla. Rafmagnsbílar og raftvinnbílar ýmiss konar hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og gríðarleg aukning hefur orðið í sölu slíkra bíla. Líkt og rafbíllinn fyrir nokkrum árum eru vetnisbílar að ganga í endurnýjun lífdaga. Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, dótturfélags Skeljungs, segir vetnisbílana sem nú eru í umferð að mestu í notkun hjá fyrirtækjum og stofnunum.Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins.„Síðan er Strætó að fara að koma inn með fimm vagna í lok næsta árs eða byrjun 2020 svo það verður mikil aukning samhliða því og í haust kemur framleiðslulína frá Hyundai svo það gætu verið að koma inn 10-30 fleiri bílar innan árs. En svo fer þetta eftir eftirspurn,“ segir hún um vetnisuppbygginguna. Hún lítur ekki svo á að vetnið eigi undir högg að sækja gagnvart rafmagninu sem hafi nú þegar nokkurra ára forskot í innviðauppbyggingu. Ingunn segir að litið sé svo á að rafmagnsbíllinn og vetnisbíllinn vegi hvor annan upp að sama markmiði. „Í raun væri besta útgáfan tvinnbíll vetnis og rafmagns. Þá ækir þú innanbæjar á rafmagninu og lengri leiðir á vetninu,“ segir Ingunn. „Úti í heimi er verið að veðja á að minni bílar verði rafmagnsbílar en stærri fólksbílar, trukkar, flugvélar og skip fari á endanum yfir á vetni.“ Hyundai varð fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða vetnisbíla og væntanleg er ný lína vetnisbíla á árinu sem á að draga 600 til 800 kílómetra á umhverfisvænum orkugjafa. Aðspurð segir Ingunn að þar sem hægt sé að komast lengra á vetnisbílum en til að mynda rafbílum þá þurfi ekki eins margar stöðvar. En vissulega þurfi að bæta við til að ná hringinn um landið. Þá sé verið að skoða hugmyndir um umhverfisvænni leiðir til að flytja vetnið frá Hellisheiðarvirkjun. Meðal annars með lögnum. Fyrir voru vetnisstöðvar við Vesturlandsveg og í Reykjanesbæ.Uppfært klukkan 09:36 Athugasemd frá Strætó bs: „Viljum árétta að Strætó er þátttakandi í vetnisverkefni á vegum ESB og undirbúningur fyrir hugsanlegt útboð hefur staðið yfir síðastliðið ár. Engin endanleg ákvörðun hefur hins vegar verið tekin af hálfu stjórnar um kaup á vetnisvögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira