Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2018 22:45 Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira