Mads Mikkelsen mætir á RIFF þar sem hann verður heiðraður Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 14:30 María Thelma og Mads Mikkelsen leika saman í myndinni Artic. Vísir/Getty Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira