Segir áherslur í fjárlagafrumvarpi kolrangar og hygla stóreignafólki Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 13:09 Ágúst Ólafur Ágústsson er fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. vísir/vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38