Segir áherslur í fjárlagafrumvarpi kolrangar og hygla stóreignafólki Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 13:09 Ágúst Ólafur Ágústsson er fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. vísir/vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38