Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:00 Vonast er til að framtíð verslunarrýmisins á Hallveigarstíg verður opinberuð fyrir miðjan nóvember. ja.is Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins. Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins.
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30