Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.
The big winners and losers from week one of the Uefa Nations Leaguehttps://t.co/DVFa8tdVqa
— Telegraph Football (@TeleFootball) September 12, 2018
Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum.
Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild.
Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016.
Það má sjá þetta hér fyrir neðan.

Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.
Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið.
Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu.
Það má sjá alla greinina með því að smella hér.