Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir í fyrsta skipti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 19:30 Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði upp á 560 milljónir króna á ári og fjölmiðlar í einkarekstri styrktir sérstaklega samkvæmt aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í dag. Þá verður fjórðungur kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka endurgreiddur af ríkinu. Aðgerðaráætlun sem menntamálaráðherra kynnti í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, í dag miðar að því að efla hag íslenskunnar. Verja hana hvort sem er í bókum, fjölmiðlum eða í netheimum. Áætlað er að um 400 milljónir á ári fari til að greiða hluta kostnaðar ritstjórna einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpinu verður bannað að fá kostun á dagskrárliði og auglýsingatímar verða styttir úr átta mínútum á klukkustund í sex. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi strax upp úr áramótum. „Og við erum að fara með það í opið samráð í nóvember. Umfang þessarar aðgerðar er tæpur milljarður þegar við tökum saman þennan beina stuðning. Tölurnar benda til þess að þegar við setjum inn þessa fjárhæð séum við komin á sama stað og Norðurlöndin. Svo erum við að reyna að jafna samkeppnisstöðuna varðandi auglýsingamarkaðinn,“ segir Lilja.Frá fundinum í Vigdísarhúsi í dag.Vísir/BjörnTöluverður stuðningur er við einkarekina fjölmiðla á hinum Norðurlöndunum en hann hefur enginn verið hér á landi. Ríkisútvarpið fær hins vegar 4,6 milljarða í meðgjöf frá ríkinu og tekur inn um tvo milljarða á ári með auglýsingum. Þá verður virðisaukaskattur á rafrænar áskriftir lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ráðherra mun einnig leggja fram frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka, sem felur í sér endurgreiðslu á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bókanna, í stað þess að fara þá leið að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta þyrfti að ná yfir allar bækur (líka erlendar). Þá hefði aðgerðin orðið dýrari, ekki eins markviss. Þannig að við erum að fara nýja leið. Aðalatriðið er að við erum að ná markmiðinu sem ég er mjög ánægð með,“ segir Lilja. Auk þess verður gripið til aðgerða til að efla íslenskuna í netmiðlum, bæði talaða og skrifaða og menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir að kenslustundum í íslensku verði fjölgað, svo fátt eitt sé nefnt.Hér má sjá kynningu menntamálaráðherra í heild sinni.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38 Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera "skrýtin“ 12. september 2018 18:38
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26
Aðgerðir til að efla íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir í dag aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja íslenska tungu. 12. september 2018 06:30