Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Sævar Marinó Ciesielski gefur vitnisburð við aðalmeðferð í Hæstarétti árið 1980. mynd/ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira