Aðalframleiðandi 60 mínútna rekinn vegna harðorðra smáskilaboða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:30 Jeff Fager, fyrir miðju, ásamt fréttamönnum 60 mínútna. Vísir/Getty Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn. Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Jeff Fager, sem verið hefur aðalframleiðandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes á CBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum var rekinn í dag. Rannsókn vegna óviðeigandi og kynferðislegrar hegðunar hans í garð kvenna sem starfa hjá CBS var til rannsóknar en sjálfur segir Fager að brottreksturinn sé rannsókninni ótengdur. Undir það tekur David Rhodes, forseti CBS News og yfirmaður Fager, en í tölvupósti sem sendur var til samstarfsmanna hans í dag segir að brottreksturinn tengist ásökunum á hendur Fager ekki, í það minnsta á beinan hátt. Í grein blaðamannsins Ronan Farrow sem birtist í New Yorker í síðasta mánuði segir að minnst sex konur hafi greint Farrow frá því að Fager hafi gerst sekur um að snerta konur í starfsmannaveislum á þann hátt að þeim þætti það óþægilegt. Þá var Fager einnig sakaður um það að vernda samstarfsmenn sína sem sakaðir voru um óviðeigandi hegðun af öðrum samstarfsfólki.Leslie Moonves lét nýverið af störfum sem forseti CBS eftir fjölmargar ásakanir í garð hans.Vísir/GettySkrifaði harðorð skilaboð til fréttamanns sem vann að frétt um starfslok forstjóra CBS CBS réð tvær lögfræðistofur til þess að rannsaka ásakanirnar á hendur Fager og er sú rannsókn enn í gangi. Mikið hefur gengið á hjá CBS að undanförnu en örfáir dagar eru síðan Leslie Moonwes, forseti fyrirtækisins, hætti störfum eftir hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum.Fager, sem er aðeins annar maðurinn til þess að gegna stöðu aðalframleiðanda í hálfrar aldar sögu hins virta fréttaskýringarþáttar, segir í yfirlýsingu að brottrekstur hans megi rekja til þess að hann hafi sent fréttamanni CBS sem starfaði undir honum harðorð smáskilaboð þar sem hann krafði fréttamanninn um að sýna sanngirni í störfum sínum.„Orðin sem ég notaði voru hvöss og þrátt fyrir að blaðamenn sé undir ströngum skilyrðum að sýna sanngirni líkaði CBS ekki við orð mín,“ skrifaði Fager. „Ein slík skilaboð verðskulda ekki brottrekstur eftir 36 ára starf, en svo virðist vera.“Samkvæmt heimildum New York Timesvar blaðamaðurinn sem hann sendi skilaboðin harðorðu í teymi CBS News sem vann að fréttaskrifum um ásakanirnar gegn Moonves. Segir í frétt New York Times að með því hafi Fager farið yfir strikið og því hafi hann verið rekinn.
Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjóra CBS Nú hefur komið í ljós að Moonves var tilkynntur til lögreglu í desember á þessu ári. 1. ágúst 2018 11:52
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27