Del Piero: Enginn þjálfari mikilvægari en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2018 17:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira