Hætta við umdeilda tillögu um bann við vörum Nike Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 10:31 Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana. Vísir/AP Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel. Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ben Zahn borgarstjóri Kenner í Louisiana hefur hætt við að banna opinber kaup á Nike vörum. Það gerði hann að ráðleggingu lögmanns borgarinnar og sagði að tillagan hefði komið niður á ímynd Kenner með ósanngjörnum hætti.Zahn lagði tillöguna fram í síðustu viku eftir að fyrirtækið Nike opinberaði auglýsingarherferð sína með Colin Kaepernick. Kaepernick hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum, og þá aðallega Donald Trump, forseta bandaríkjanna, eftir að hann byrjaði að mótmæla kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi árið 2016 með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki NFL-deildinni. Eins og kemur fram hér að ofan snerust mótmæli Kaepernick um ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Íhaldsmenn, með Trump í broddi fylkingar, hafa hins vegar sakað Kaepernick um að vanvirða fána Bandaríkjanna og hermenn. Samkvæmt tillögunni máttu opinberir starfsmenn ekki kaupa Nike vörur til notkunar á vegum Kenner eins og í sundlaugum, görðum og íþróttahúsum. Tillagan var harðlega gagnrýnd á landsvísu og þó Kaepernick hafi ekki verið nefndur í henni, töldu flestir sig vita að hún tengdist auglýsingum hans. Kenner er úthverfi New Orleans og meðal þeirra sem mótmæltu tillögu Zahn voru leikmenn New Orleans Saints, NFL liðs borgarinnar. Zahn sagði fyrr í vikunni að hann væri mótfallinn því að Nike væri að boða „pólitísk skilaboð“ til að selja skó. Hann tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta við tillöguna. Þó tók hann fram að hann væri „föðurlandsvinur“ og sagði að það myndi aldrei breytast. Hins vegar þyrfti hann að leggja áherslu á rekstur Kenner og hvað kæmi borginni vel.
Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56 Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54 Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30 Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12 Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. 3. september 2018 22:56
Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Fyrir skömmu var tilkynnt að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. 4. september 2018 18:54
Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni. 5. september 2018 23:30
Sala Nike jókst um 31% eftir umdeilda auglýsingaherferð Auglýsingaherferð sem íþróttavörurisinn Nike setti af stað á dögunum hefur vakið mikið umtal um allan heim en sölutölur fyrirtækisins gefa til kynna að áhættan hafi verið þess virði. 8. september 2018 16:12
Serena, LeBron og fleiri með Kaepernick í auglýsingu Nike Nike hefur birt fyrtu sjónvarpsauglýsingu sína með NFL-leikmanninum Colin Kaepernick. 5. september 2018 18:32