Misskilningur olli því að allir rafbílatenglarnir eru ekki tengdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2018 19:13 Framkvæmdastjóri Veitna segir misskilning hafa valdið því að ekki sé búið að tengja rafmagn í stóran hluta þeirra tengla fyrir rafbíla sem Reykjavíkurborg hefur sett upp. Hún segir að málið verði afgreitt á næstunni. Aðeins er hægt að nota tólf af þeim 58 rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki tengt rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að rafbílaeigendur væru orðnir verulega óþreyjufullir.Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna segir að fyrirtækið ætli á næstunni að tengja allar tilbúna rafbílatengla sem borgin hefur sett upp.Vísir/Egill AðalsteinssonInga Dóra Hrólfsdóttir Framkvæmdastjóri Veitna segir að tafir hafi orðið en málið verði afgreitt á næstunni. „Það er ljóst að það hefur orðið einhver misskilningur milli allra þeirra aðila sem eru með þessi mál. Það eru t.d. við, borgin, þeir sem setja upp stöðvarnar, rafverktaki, hönnuður og fleiri. En við ætlum að einhenda okkur í að tengja allt sem er tilbúið fyrir heimtaugar á næstunni,“ segir Inga Dóra. Hún segir að dreifikerfið sé að fullu tilbúið fyrir rafbílavæðingu bílaflotans. „Við fylgjumst mjög vel með fjölgun rafbíla og erum alltaf að gera ráðstafanir í kerfunum. Við höfum þessa framtíðarsýn að leiðarljósi þar sem verið er að byggja ný hverfi eða í hverfum sem verið er að breyta. Við erum í raun ekki bara tilbúin heldur viljum hvetja til orkuskipta,“ segir Inga Dóra að lokum. Bílar Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Veitna segir misskilning hafa valdið því að ekki sé búið að tengja rafmagn í stóran hluta þeirra tengla fyrir rafbíla sem Reykjavíkurborg hefur sett upp. Hún segir að málið verði afgreitt á næstunni. Aðeins er hægt að nota tólf af þeim 58 rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki tengt rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að rafbílaeigendur væru orðnir verulega óþreyjufullir.Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna segir að fyrirtækið ætli á næstunni að tengja allar tilbúna rafbílatengla sem borgin hefur sett upp.Vísir/Egill AðalsteinssonInga Dóra Hrólfsdóttir Framkvæmdastjóri Veitna segir að tafir hafi orðið en málið verði afgreitt á næstunni. „Það er ljóst að það hefur orðið einhver misskilningur milli allra þeirra aðila sem eru með þessi mál. Það eru t.d. við, borgin, þeir sem setja upp stöðvarnar, rafverktaki, hönnuður og fleiri. En við ætlum að einhenda okkur í að tengja allt sem er tilbúið fyrir heimtaugar á næstunni,“ segir Inga Dóra. Hún segir að dreifikerfið sé að fullu tilbúið fyrir rafbílavæðingu bílaflotans. „Við fylgjumst mjög vel með fjölgun rafbíla og erum alltaf að gera ráðstafanir í kerfunum. Við höfum þessa framtíðarsýn að leiðarljósi þar sem verið er að byggja ný hverfi eða í hverfum sem verið er að breyta. Við erum í raun ekki bara tilbúin heldur viljum hvetja til orkuskipta,“ segir Inga Dóra að lokum.
Bílar Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12. september 2018 19:00