50 milljónir í neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2018 20:00 Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Stefnt er að opnun neyslurýmis og aðgengi að nálaskiptabúnaði fyrir fíkniefnaneytendur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Verkefnisstýra hjá Rauða krossinum fagnar stuðningi við skaðaminnkandi verkefni. Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík, þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Rauði krossinn hefur lengi barist fyrir neyslurýmum í borginni en Frú Ragnheiður, úrræði sem samtökin reka, nær eingöngu að sinna hluta af þjónustunni. Neyslurými bjóða upp á meiri möguleika að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnisstýru Frú Ragnheiðar. „Við ráðum í raun hversu mikið við leggjum í þetta. Á að vera félagsþjónusta á staðnum, læknisþjónusta, á að vera sálfræðingur á svæðinu og áfallamiðuð þjónusta? Við þurfum að skoða hver þörfin er mest hérna heima,“ segir Svala. Hún fagnar því að fimmtíu milljónir hafa verið samþykktar í verkefnið. „Það er fyrsta skrefið í að koma þessu af stað því það er gríðarlega mikil þörf á að við setjum þetta á laggirnar. Því það er mikið af fólki núna dags daglega að nota vímuefni í æð utandyra á Íslandi.“ Að sögn Svölu eru 500-550 manns sem nota vímuefni í æð og stór hluti þeirra er heimilislaus. Svala gerði þarfagreiningu meðal hópsins og spurði sérstaklega um neyslurými. „Þar kom mjög skýrt fram að þau vildu að úrræðið yrði sett upp í 101 Reykjavík, að það væri opið allan sólarhringinn og að boðið yrði upp á heilsbrigðisþjónustu á staðnum.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Unnið að opnun neyslurýmis Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. 23. febrúar 2018 06:00
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15