Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. september 2018 06:00 Verjendur sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum við upphaf munnlegs málflutnings í Hæstarétti í gær. Málið heldur áfram í dag. Vísir/Ernir „Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent