Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. september 2018 06:00 Verjendur sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum við upphaf munnlegs málflutnings í Hæstarétti í gær. Málið heldur áfram í dag. Vísir/Ernir „Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
„Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira