Spánverjarnir hringdu auðvitað í Saul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 15:30 Saul Niguez. Vísir/Getty Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira