Getur of stutt fæðingarorlof haft slæm áhrif á heilsu ungbarna? Guðlaug Katrín Hákonardóttir skrifar 14. september 2018 12:58 Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar