Getur of stutt fæðingarorlof haft slæm áhrif á heilsu ungbarna? Guðlaug Katrín Hákonardóttir skrifar 14. september 2018 12:58 Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar