Íslandspóstur fær hálfan milljarð í lán frá ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 15:23 Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins. Vísir/Arnþór Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum. Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum.
Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira