Gömlum súrheysturni breytt í heilsuhótel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2018 20:15 Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira