Gömlum súrheysturni breytt í heilsuhótel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2018 20:15 Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda