Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 19:30 Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00