Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 10:20 Frá vinstri: Ronan Farrow, Dylan Farrow, Mia Farrow, Soon-Yi Previn og Woody Allen. Vísir/Getty Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi „undarlegan tilbúning.“ Mia og Allen ættleiddu Dylan en Ronan er sonur Miu og Woody Allen. Vísir fjallaði fyrr í dag um viðtalið við Soon-Yi Previn sem þykir eldfimt . Í því kemur Soon-Yi eiginmanni sínum til varnar en Dylan hefur sakað hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var aðeins sjö ára gömul. Í yfirlýsingu sem Dylan birti á Twitter vegna viðtalsins gagnrýnir hún harðlega að Daphne Merkin hafi tekið viðtalið en í því tiltekur blaðakonan sjálf að hún og Allen hafi verið vinir um áratuga skeið. „Sú hugmynd að láta vin meints níðings skrifa einnar hliðar árás þar sem hann ræðst á trúverðugleika fórnarlamba sinna er ógeðsleg,“ skrifaði Dylan en undir þetta tekur Ronan sem starfar sjálfur sem blaðamaður og getið hefur sér gott orð fyrir afhjúpandi umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi valdamanna í Hollywood. „Ég er hneykslaður á algjöru virðingarleysi við staðreyndir, það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem urðu vitni að því sem fjallað er um í viðtalinu og gátu mótmælt þeim ósannindum sem finna má í viðtalinu,“ skrifaði Ronan. Í viðtalinu sakaði Soon-Yi Miu um að hafa nýtt sér MeToo-hreyfinguna til þess að koma höggi á Allen og að hún hafi stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Þá sagði hún einnig að Mia hafi beitt sig ofbeldi í æsku. Statement on New York magazine, which has done something shameful here: pic.twitter.com/xGeQP341OG — Ronan Farrow (@RonanFarrow) September 17, 2018 Koma bæði Ronan og Dylan Miu til varnar. Segir Ronan að Mia hafi verið og sé enn afar umhyggjusöm og að viðtalið sé aðeins tilraun Woody Allen og bandamanna til þess að grafa undan trúverðugleika Dylan. Þá segir Dylan að enginn sé „stilla henni upp sem fórnarlambi“ og að New York Magazine ætti að skammast sín fyrir að birta viðtalið.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Henni var kennt að hata mig Wood Allen svarar dóttur sinni, Dylan Farrow. 9. febrúar 2014 14:05 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30