Kínversk lög og íslensk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 09:00 Magnús segir kínverskuna ekki eins erfiða og hún hljómi – aðalatriðið sé að ná taktinum. Fréttablaðið/Anton Brink Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira