Misjafnt gengi síðustu tveggja bikarmeistara í fyrsta leik eftir bikarfögnuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 16:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson með bikarinn og í miðri mjólkursturtu. Vísir/Daníel Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP] Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira