Ný víglína í gömlu stríði Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:00 Robert Mueller og Donald Trump. Vísir/GETTY/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. Um er að ræða skilaboð starfsmanna Alríkislögreglunnar (FBI) og Dómsmálaráðuneytisins, James Comey, Andrew McCabe og annarra. Sömuleiðis munu gögn sem notuð voru til að öðlast heimild til að hlera Carter Page, starfsmann framboðs Trump. Gögn þessi voru notuð til að öðlast svokallaða FISA heimild en mikil leynd hvílir yfir þeim þar sem þær eru notaðar gegn aðilum sem grunaðir eru um njósnir í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvenær gögnin verða opinberuð. Trump sagði í viðtali við The Hill í gær að opinberun gagnanna myndi varpa ljósi á „krabbamein“ innan Bandaríkjanna og spillingu innan FBI, sem hann segir í herferð gegn sér. Trump sagðist telja að opinberun þessarar meintu spillingar gæti verið helsta afrek ríkisstjórnar hans.Þá gagnrýndi Trump FBI harðlega fyrir að fylgjast með Carter Page og sakaði hann embættið um að hafa notað Page til að njósna um sig, frambjóðanda til embættis forseta Bandaríkjanna.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark Wilson„Þeir vita að þetta er einn stærsti skandall í sögu Bandaríkjanna því það sem þeir eiginlega gerðu er, þeir notuðu Carter Page, sem enginn þekkti einu sinni, sem ég vorkenni mjög mikið, ég held að það hafi verið komið fram við hann með mjög ósanngjörnum hætti. Þeir notuðu Carter Page sem skjöld til að fylgjast með frambjóðenda til embættis forseta Bandaríkjanna,“ sagði Trump við The Hill. Þá viðurkenndi Trump að hann hefði ekki lesið gögnin sem hann ætlar að opinbera. Hann væri hins vegar viss um að þau myndu sanna að Rússarannsóknin væri „gabb“. Þá segja löggæslumenn að opinberanir þessar muni gera starfsmönnum FBI og öðrum erfiðara fyrir um að fá uppljóstrara í sínar raðir.Ný víglína í gömlu stríði Opinberun gagnanna er liður í áróðursstríði Trump og bandamanna hans gegn rannsókn Mueller. Vonast þeir til þess að gögnin muni varpa ljósi á að reglur hafi verið brotnar í upphafi rannsóknarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa haldið slíku fram og ekki í fyrsta sinn sem þeir opinbera gögn tengd rannsókninni. Það hefur þó hingað til ekki heppnast sem skildi. Öll gögn sem hafa verið opinberuð hingað til benda til þess að Trump-liðar hafa lítið fyrir sér í því að reglur og jafnvel lög hafi verið brotin við upphaf rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sérDemókratar segja að opinberunin gæti komið upp um þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og FBI nota til að afla upplýsinga og ógnað aðferðum þeirra. Þá segja þeir forsetann misbeita valdi sínu til að þjóna eigin hagsmunum. Ekki er langt síðan Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði í viðtali að árásir Trump-liða á Mueller væru sannarlega áróðursstríð. Markmiðið væri að breyta almenningsáliti á rannsókninni ef ske kynni að vantrauststillaga yrði lögð fram gegn forsetanum í kjölfar rannsóknarinnar. Þetta sagði hann berum orðum.Mikið um að vera hjá Mueller Á síðustu tveimur vikum hafa Mueller og starfsmenn hans tryggt sér samstarf Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og sömuleiðis gefið í skyn að þeir hafi náð öllum þeim upplýsingum sem þeir þurfa úr Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump sem var vikið úr starfi fyrir að hafa sagt ósatt frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn. Þar að auki var dómur felldur í máli George Papadopoulus, fyrrverandi starfsmanns framboðs Trump. Rússarannsóknin hófst þegar Papadopoulus sagði erlendum erindrekum að Rússar hefðu undir höndum tölvupósta Hillary Clinton, áður en tölvuárás þeirra á kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins urðu opinberar. Við dómskvaðningu Papadopoulus lögðu saksóknarar til að hann yrði dæmdur í fangelsi, meðal annars fyrir að ljúga að rannsakendum FBI, sem er glæpur, og að lygar hans hefðu valdið rannsókninni alvarlegum skaða. Sá skaði felst í því að rannsakendur FBI misstu af tækifæri til að yfirheyra prófessorinn Joseph Mifsud frá Möltu þegar hann var í Bandaríkjunum. Mifsud hafði sagt Papadopoulus frá því að Rússar sætu á tölvupóstum Clinton.Bruce Ohr, starfsmaður Dómsmálaráðuneytisins sem hefur mætt harðri gagnrýni frá Donald Trump.Getty/Zach GibsonSteele-skýrslan umdeilda Meðal gagnanna sem um ræðir er minnisblað Bruce Ohr, starfsmanns Dómsmálaráðuneytisins, um Steele-skýrsluna svokölluðu. Sú skýrsla var samin af breskum manni sem starfaði á árum áður fyrir leyniþjónustu Breta í Rússlandi og innhélt margar ásakanir um tengingar Trump við stjórnvöld í Rússlandi. Þar á meðal upplýsingar um að Rússar ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Ohr var tengiliður FBI og Steele og hefur varið fjölmörgum árum í að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi Rússa. Að mestu leyti hafa þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni ekki verið staðfestar en Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að Rússarannsóknin hafi verið sett á laggirnar vegna hennar. Eins og fram kom hér að ofan hófst rannsóknin vegna ummæla Papadopoulus. Hvaða áhrif opinberun umræddra gagna á eftir að hafa mun ekki koma í ljós fyrr en gögnin verða birt. Það liggur ekki fyrir hvenær það verður gert. Hins vegar, ef marka má fyrri yfirlýsingar Trump liða og fyrri „sannanir“ þeirra fyrir hneykslum innan FBI og Dómsmálaráðuneytisins, er ekki víst að þessi gögn muni hafa nokkur áhrif. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. Um er að ræða skilaboð starfsmanna Alríkislögreglunnar (FBI) og Dómsmálaráðuneytisins, James Comey, Andrew McCabe og annarra. Sömuleiðis munu gögn sem notuð voru til að öðlast heimild til að hlera Carter Page, starfsmann framboðs Trump. Gögn þessi voru notuð til að öðlast svokallaða FISA heimild en mikil leynd hvílir yfir þeim þar sem þær eru notaðar gegn aðilum sem grunaðir eru um njósnir í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvenær gögnin verða opinberuð. Trump sagði í viðtali við The Hill í gær að opinberun gagnanna myndi varpa ljósi á „krabbamein“ innan Bandaríkjanna og spillingu innan FBI, sem hann segir í herferð gegn sér. Trump sagðist telja að opinberun þessarar meintu spillingar gæti verið helsta afrek ríkisstjórnar hans.Þá gagnrýndi Trump FBI harðlega fyrir að fylgjast með Carter Page og sakaði hann embættið um að hafa notað Page til að njósna um sig, frambjóðanda til embættis forseta Bandaríkjanna.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark Wilson„Þeir vita að þetta er einn stærsti skandall í sögu Bandaríkjanna því það sem þeir eiginlega gerðu er, þeir notuðu Carter Page, sem enginn þekkti einu sinni, sem ég vorkenni mjög mikið, ég held að það hafi verið komið fram við hann með mjög ósanngjörnum hætti. Þeir notuðu Carter Page sem skjöld til að fylgjast með frambjóðenda til embættis forseta Bandaríkjanna,“ sagði Trump við The Hill. Þá viðurkenndi Trump að hann hefði ekki lesið gögnin sem hann ætlar að opinbera. Hann væri hins vegar viss um að þau myndu sanna að Rússarannsóknin væri „gabb“. Þá segja löggæslumenn að opinberanir þessar muni gera starfsmönnum FBI og öðrum erfiðara fyrir um að fá uppljóstrara í sínar raðir.Ný víglína í gömlu stríði Opinberun gagnanna er liður í áróðursstríði Trump og bandamanna hans gegn rannsókn Mueller. Vonast þeir til þess að gögnin muni varpa ljósi á að reglur hafi verið brotnar í upphafi rannsóknarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa haldið slíku fram og ekki í fyrsta sinn sem þeir opinbera gögn tengd rannsókninni. Það hefur þó hingað til ekki heppnast sem skildi. Öll gögn sem hafa verið opinberuð hingað til benda til þess að Trump-liðar hafa lítið fyrir sér í því að reglur og jafnvel lög hafi verið brotin við upphaf rannsóknarinnar.Sjá einnig: Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sérDemókratar segja að opinberunin gæti komið upp um þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og FBI nota til að afla upplýsinga og ógnað aðferðum þeirra. Þá segja þeir forsetann misbeita valdi sínu til að þjóna eigin hagsmunum. Ekki er langt síðan Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði í viðtali að árásir Trump-liða á Mueller væru sannarlega áróðursstríð. Markmiðið væri að breyta almenningsáliti á rannsókninni ef ske kynni að vantrauststillaga yrði lögð fram gegn forsetanum í kjölfar rannsóknarinnar. Þetta sagði hann berum orðum.Mikið um að vera hjá Mueller Á síðustu tveimur vikum hafa Mueller og starfsmenn hans tryggt sér samstarf Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og sömuleiðis gefið í skyn að þeir hafi náð öllum þeim upplýsingum sem þeir þurfa úr Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump sem var vikið úr starfi fyrir að hafa sagt ósatt frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn. Þar að auki var dómur felldur í máli George Papadopoulus, fyrrverandi starfsmanns framboðs Trump. Rússarannsóknin hófst þegar Papadopoulus sagði erlendum erindrekum að Rússar hefðu undir höndum tölvupósta Hillary Clinton, áður en tölvuárás þeirra á kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins urðu opinberar. Við dómskvaðningu Papadopoulus lögðu saksóknarar til að hann yrði dæmdur í fangelsi, meðal annars fyrir að ljúga að rannsakendum FBI, sem er glæpur, og að lygar hans hefðu valdið rannsókninni alvarlegum skaða. Sá skaði felst í því að rannsakendur FBI misstu af tækifæri til að yfirheyra prófessorinn Joseph Mifsud frá Möltu þegar hann var í Bandaríkjunum. Mifsud hafði sagt Papadopoulus frá því að Rússar sætu á tölvupóstum Clinton.Bruce Ohr, starfsmaður Dómsmálaráðuneytisins sem hefur mætt harðri gagnrýni frá Donald Trump.Getty/Zach GibsonSteele-skýrslan umdeilda Meðal gagnanna sem um ræðir er minnisblað Bruce Ohr, starfsmanns Dómsmálaráðuneytisins, um Steele-skýrsluna svokölluðu. Sú skýrsla var samin af breskum manni sem starfaði á árum áður fyrir leyniþjónustu Breta í Rússlandi og innhélt margar ásakanir um tengingar Trump við stjórnvöld í Rússlandi. Þar á meðal upplýsingar um að Rússar ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Ohr var tengiliður FBI og Steele og hefur varið fjölmörgum árum í að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi Rússa. Að mestu leyti hafa þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni ekki verið staðfestar en Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að Rússarannsóknin hafi verið sett á laggirnar vegna hennar. Eins og fram kom hér að ofan hófst rannsóknin vegna ummæla Papadopoulus. Hvaða áhrif opinberun umræddra gagna á eftir að hafa mun ekki koma í ljós fyrr en gögnin verða birt. Það liggur ekki fyrir hvenær það verður gert. Hins vegar, ef marka má fyrri yfirlýsingar Trump liða og fyrri „sannanir“ þeirra fyrir hneykslum innan FBI og Dómsmálaráðuneytisins, er ekki víst að þessi gögn muni hafa nokkur áhrif.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22