Rúnar: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara Árni Jóhannsson á Samsungvellinum í Garðabæ skrifar 19. september 2018 20:22 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30