Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Ísland, Brasilía, kvenna, blaðamannafundur, Freyr Alexandersson, fótbolti, knattspyrna, vináttulands Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15