Spennandi hugsun að geta tryggt sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 08:15 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spennt fyrir leikinn. Vísir Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45
Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15