Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á Laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00