Af byrjunarliði Freys að dæma má ætla að Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir verði í þriggja manna miðvarðalínu í hjarta varnarinnar.
Eini hreinræktaði framherjinn í liðnu er Berglind Björg, en það er nægt sóknarafl í liðnu með Fanndísi Friðriksdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem var markahæst í undankeppninni.
Selma Sól Magnúsdóttir fær traustið líkt og í leiknum gegn Slóvenum í júní. Hún hefur aðeins spilað sex landsleiki fyrir Ísland og þeir komu allir á þessu ári.
Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 14:55. Upphitun fyrir leikinn er hafin á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hana má nálgast hér á Vísi.
Our starting lineup for the game against Germany today!#dottir#fyririslandpic.twitter.com/MFizDOlk1x
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 1, 2018