„Þetta er svekkjandi. Við fórum í leikinn til þess að vinna hann, við fórum ekki til þess að gera jafntefli eða tapa. Það eina sem var í hausnum á manni var að vinna og sækja þessi þrjú stig, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn eftir leikinn.
„Þýskaland var bara því miður betra liðið.“
Svenja Huth skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og bætti öðru marki við á 74. mínútu. Úrslitin þýða að Ísland lendir í öðru sæti í riðlinum nema að Færeyingum takist að vinna Þýskaland í lokaumferðinni, úrslit sem verða að teljast nær ómöguleg.
„Þær eru náttúrulega með frábært lið og við vissum það. Þær eru í heimsklassa, eitt besta lið í heimi, og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Samt héldum við í vonina um að vinna. Við gerðum það úti, við unnum þær 3-2 þar og auðvitað er möguleiki, en því miður ekki í dag.“
Hvað fannst fyrirliðanum vera það helsta sem vantaði upp á í leik Íslands í dag?
„Seinasta þriðjunginn, við vorum ekki með orku. Við sátum svolítið í lápressunni og svo þegar við unnum boltann þá vorum við að sparka honum svolítið langt, við sátum bara of langt niðri.“
„Þetta er ennþá hægt, við þurfum bara núna að fókusera á Tékkaleikinn og vinna hann,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.