Guðbjörg: Fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2018 17:27 Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig tvö mörk í dag VÍSIR/ERNIR Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði fyrsta mark Þýskalands á Laugardalsvelli í dag hafa verið eins og blaut tuska í andlitið en hún hefði þó ekki getað gert neitt betur til þess að halda því úti. „Það var svekkjandi en maður verður kannski að viðurkenna að þetta lá pínu í loftinu,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Ísland tapaði 2-0 fyrir Þjóðverjum og þarf nú að öllum líkindum að fara í umspil um sæti á HM. „Það er alltaf leiðinlegt að fá svona langskot þar sem þær fylgja eftir. Þetta er ódýrt og pirrandi og jú, blaut tuska í andlitið.“ Það var aðeins rætt um það á samfélagsmiðlum að Guðbjörg hefði kannski átt að gera betur í markinu, gat hún gert eitthvað betur? „Mér fannst of mikil áhætta að reyna að halda boltanum á svona sleipum velli.“ „Það var mjög hált og boltinn erfiður. Þá hefði ég frekar átt að setja hann í horn en ég held ég hefði ekki átt að reyna að halda honum,“ sagði hreinskilin Guðbjörg. Ísland byrjaði leikinn af krafti en eftir að Þjóðverjarnir tóku yfirhöndina í fyrri hálfleik var erfitt að sjá fyrir að íslenska liðið mundi halda leikinn út. Hvernig metur Guðbjörg leikinn? „Mér fannst skipulagið gott og við reyndum að fara eftir því. Við gáfum okkur allar fram í verkefnið en því miður þá mættum við bara betra liði í dag. Við höfðum fulla trúa á því að við gætum unnið þær eða náð jafntefli.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara eitt mark, við reyndum virkilega að ná inn þessu marki og töluðum líka um að ef það kæmi 2-0 þá myndum við fara upp með bakverðina og við gerðum það. Við teygðum okkur eins langt og við gátum,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. Ísland mætir Tékklandi á þriðjudaginn í leik sem að Ísland verður að vinna til þess að tryggja sér sæti í umspilinu. Ef svo fer að Þýskaland tapi fyrir Færeyjum á sama tíma nær Ísland toppsætinu af þeim þýsku en það verður að teljast afar ólíklegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti