Hneyksli skekur konunglega ballettinn í Winnipeg: Kennari sakaður um að taka nektarmyndir af tugum ólögráða nemenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2018 11:23 Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins fram til ársins 2015. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar. Kanada MeToo Dans Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Hneyksli skekur nú konunglega ballettinn í Winnipeg í Kanada eftir að fjöldi dansara steig fram og sakaði kennara við ballettinn um kynferðisofbeldi. Hópurinn, sem telur um 60 manns, hefur höfðað mál á hendur ballettinum og kennaranum, sem sagður er hafa þvingað dansarana til að sitja fyrir naktir á ljósmyndum. Breska dagblaðið The Guardian greinir ítarlega frá málinu á vef sínum. Maðurinn heitir Bruce Monk og starfaði sem kennari við dansskóla ballettsins. Hann var einnig ljósmyndari stofnunarinnar og tók fjölda mynda af starfi ballettsins, þar á meðal nemendum við skólann. Monk var sagt upp störfum árið 2015 og í kjölfarið litu fyrstu ásakanirnar, sem spanna nær þrjá áratugi, dagsins ljós. Fékk hana inn á skrifstofu og lét hana afklæðast Á meðal þeirra sem stefna nú Monk og ballettinum er Sarah Doucet, sem var nemandi við ballettskóla konunglega ballettsins í Winnipeg á tíunda áratugnum. Í samtali við The Guardian segist hún hafa verið 16 eða 17 ára er hún bað Monk um að taka af sér myndir fyrir möppu, sem hún gæti sýnt vænlegum vinnuveitendum eða dansskólum. Doucet segir að allt hafi farið sómasamlega fram í fyrstu en hún hitti Monk í danssal skólans. Hann hafi þó fljótlega beðið hana um að koma með sér inn á skrifstofu og halda myndatökunni áfram þar. Þegar inn á skrifstofuna var komið segir Doucet að Monk hafi tekið nokkrar myndir af sér þar sem hún var ber að ofan. Þegar fleiri fyrrverandi nemendur Monks stigu fram árið 2015, og höfðu svipaða sögu að segja, hóf lögregla rannsókn á málinu. Þá var Monk einnig sakaður um að hafa selt nektarmyndir sem hann tók af nemendum sínum á netinu. Á sínum tíma þótti saksóknurum ekki tilefni til að leggja fram ákæru á hendur Monk, þar sem ekki þótti líklegt að hann yrði sakfelldur. Í nýrri málsókn sem lögð var fram í sumar, fyrir hönd áðurnefndrar Doucet og fleiri fyrrverandi nemenda, segir að Monk hafi notfært sér traust sem nemendur báru til hans. Því er einnig haldið fram að dansskóli Winnipeg-ballettsins beri ábyrgð á því að skilja nemendur eftir í umsjá Monks. Meint brot eiga að hafa verið framin á árunum 1984-2015. Ekki hefur tekist að færa sönnur á neinar ásakanir í garð Monks síðan árið 2015. Bæði Monk og talsmenn konunglega ballettsins hafa þvertekið fyrir ásakanirnar.
Kanada MeToo Dans Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira