FH-ingar unnu 4-0 sigur á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en það er eins og þeir hafi unnið Vesturbæinga 8-0.
KR var þremur stigum og tíu mörkum (í markatölu) á undan FH fyrir leikinn í baráttunni um fjórða og síðasta Evrópusætið.
FH-liðið jafnaði KR að stigum með þessum stórsigri (bæði nú með 30 stig) og minnkaði markamuninn einnig niður í tvö mörk.
Hvert mark FH í kvöld var í raun tveggja marka virði þegar kemur að markatölu liðanna.
Markatala KR fyrir leikinn var 29-17 eða +12. Markatala KR eftir leikinn er 29-21 eða +8.
Markatala FH fyrir leikinn var 28-26 eða +2. Markatala FH eftir leikinn er 32-26 eða +6.
Liðin eiga nú þrjá leiki eftir og það er ljóst að það stefnir í æsispennandi baráttu milli þeirra um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar.
Hvert mark FH á móti KR í kvöld var í raun tveggja marka virði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
