Spænska landsliðið mun þá mæta því enska í Þjóðadeildinni en þurfa að gera það án aðalframherja síns.
Diego Costa hefur dregið sig út úr spænska landsliðinu af persónulegum ástæðum. Sögusagnir á Spáni eru að það sé vegna þess að kona hans sé að eignast þeirra annað barn.
#DiegoCosta withdraws from #Spain squad for personal reasons: #Spain coach Luis Enrique says that he rates both #DiegoCosta and Alvaro Morata and stresses that they have very different qualities. Spain called up #CeltaVigo striker #IagoAspas to replace… https://t.co/rEgsxvKW0rpic.twitter.com/t9ITUhlbii
— Atleti_MP (@Atleti_MP) September 3, 2018
Diego Costa gerði garðinn frægan með Chelsea-liðinu en var síðan henti skyndilega út í kuldann þrátt fyrir að vera 20 marka maður á Englandsmeistaratímabili Chelsea. Diego Costa vann enska titilinn með Chelsea bæði 2015 og 2017.
Diego Costa endaði á því að spila ekki í hálft ár en fara svo í sitt gamla félag Atletico Madrid. Hann vann spænska titilinn með Atletico 2014 og Evrópudeildina með Madrid liðinu síðasta vor.
Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán en þarf af skoraði hann þrjú markanna á HM í Rússlandi í sumar.
Gamall Liverpool maður kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir Diego Costa en það er Iago Aspas sem spilar með Celta Vigo.
OFICIAL | @diegocosta causa baja en la concentración. Su puesto será ocupado por @aspas10#UnaNuevaIlusiónpic.twitter.com/I2dD7cp3rN
— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) September 3, 2018
Þetta eru fyrstu landsleikir Spánverja undir stjórn Luis Enrique. Hann hafði hent Iago Aspas út úr landsliðinu en þurfti nú að kalla aftur á hann.
Alls gerði Luis Enrique upphaflega sjö breytingar á HM-hópi Spánverjar en meðal þeirra sem misstu sætið sitt voru Nacho Monreal hjá Arsenal, Jordi Alba hjá Barcelona og Lucas Vázquez hjá Real Madrid.
Spánn spilar við England á Wembley á laugardaginn og fær síðan Króatíu í heimsókn þremur dögum seinna. Þetta er líklega einn allra erfiðasti riðillinn í A-deild Þjóðadeildarinnar.