Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2018 16:03 Sólveig Anna hjá Eflingu rak upp stór augu í dag þegar fréttist af 77 milljarða hagnaði Samherjasamstæðunnar, þá í ljósi orða ráðamanna um takmarkað svigrúm. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn. Kjaramál Viðskipti Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn.
Kjaramál Viðskipti Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira