Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike Andri Eysteinsson skrifar 3. september 2018 22:56 Colin Kaepernick (nr.7) var einn af þeim fyrstu til að fara á hné sér þegar þjóðsöngurinn er spilaður. NFl deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20. Black Lives Matter NFL Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20.
Black Lives Matter NFL Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira