Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike Andri Eysteinsson skrifar 3. september 2018 22:56 Colin Kaepernick (nr.7) var einn af þeim fyrstu til að fara á hné sér þegar þjóðsöngurinn er spilaður. NFl deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20. Black Lives Matter NFL Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Sjá meira
NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20.
Black Lives Matter NFL Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Sjá meira