Óði vísindamaðurinn vann líka mót númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 08:00 Bryson DeChambeau fagnar sigri, Vísir/Twitter/@PGATOUR Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018 Golf Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018
Golf Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira