Kveikja í hlaupaskónum vegna andlits auglýsingaherferðar Nike Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 18:54 Colin Kaepernick tók fyrstur af skarið og lagðist á hné á meðan þjóðsöngurinn var sunginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti. NFL-deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018 Black Lives Matter NFL Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum Sjá meira
Ákvörðun íþróttavörurisans Nike um að gera Colin Kaepernick að nýju andliti auglýsingaherferðar sinnar hefur farið fyrir brjóstið á sumum viðskiptavinum þess. Einhverjir þeirra hafa birt myndir af sér að brenna eða klippa í sundur klæðnað frá Nike. Nike tilkynnti í gær að NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick væri nýtt andlit auglýsingaherferðar íþróttamerkisins Nike. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Kaepernick hefur vakið mikla athygli fyrir ötula baráttu gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi. Hann hefur til dæmis sýnt andóf með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leiki. Andófið hefur þó reynst Kaepernick dýrkeypt því NFL-liðin hafa sett hann út í kuldann. Í tilkynningu sem Nike sendi frá sér er því haldið fram að Kaepernick sé á meðal áhrifamestu íþróttamönnum sinnar kynslóðar.Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoIt pic.twitter.com/SRWkMIDdaO— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018 Ekki eru þó allir ánægðir með ákvörðun íþróttarisans Nike því fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með framtakið undir myllumerkinu #JustBurnIt á samfélagsmiðlum. Það er leikur að orðum því slagorð Nike er „Just do it,“ sem gæti útleggst sem „kýldu bara á það“. Í tístum og stöðuuppfærslum hafa andstæðingar leikstjórnandans lýst því yfir að þeir hyggist eyðileggja og brenna Nike-vörurnar. Rúmlega 800 tíst undir myllumerkinu #JustBurnIt hafa birst á samskiptamiðlinum Twitter frá því tilkynningin var gefin út.#JustBurnIt -have you burned your Nike gear? https://t.co/Io7iJITIMy— Humanist Film (@HumanistFilm) September 4, 2018
Black Lives Matter NFL Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum Sjá meira