Gátu ekki sýnt fram á verðlækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 11:02 Netverslunin auglýsti tilboðsverð - en gátu ekki sannað að fyrra verð ætti við rök að styðjast. vísir/getty Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir. Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir.
Neytendur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira