Þótti of stór fyrir rugby og snéri sér að NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 22:00 Jordan Mailata. Vísir/Getty Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018 NFL Rugby Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Jordan Mailata verður með liði NFL-meistara Philadelphia Eagles annað kvöld þegar meistararnir hefja titilvörn sína á móti Atlanta Falcons. Philadelphia Eagles valdi Jordan Mailata með 233. valrétti í NFL nýliðavalinu í apríl síðastliðnum og honum tókst að vinna sér sæti í 53 manna leikmannahópi Arnanna.Too big for rugby, Eagles tackle Mailata is ready for NFL https://t.co/zvJ7VlAJ04pic.twitter.com/IEiXhmYmij — BastilleGlobal (@BastilleGlobal) September 5, 2018Það er aðeins eitt ár síðan að Jordan Mailata setti fyrst hjálm á hausinn og fór að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta. Áður hafði hann stundað rugby íþróttina af kappi í Ástralíu. Mailata spilaði ekki amerískan fótbolta í menntaskóla eða í háskóla og var ekkert búinn að setja stefnuna þangað á meðan hann var táningur. Hann þurfti aftur á móti að gangast undir tvær hjartaðgerðir árið 2015 og það truflaði uppgang hans í rugby íþróttinni. „Ég býst við því að það sér draumur allra leikmanna í ameríska fótboltanum að komast í NFL-deildina. Ég er mjög heppinn að fá að upplifa bæði mína drauma og þeirra,“ sagði Jordan Mailata í viðtali við vefsíðu Foxsports. Það var þjálfari South Sydney liðsins, Michael Maguire, sem gerði sér grein fyrir því að Mailata ætti frekar heima í ameríska fótboltanum en í rugby.I don't know if he's going to be the next Jason Peters, as my friend @RossTuckerNFL predicts, but it sure seems that Jordan Mailata is going to make Howie Roseman and Jeff Stoutland look like geniuses. pic.twitter.com/Wswz14evU0 — Glen Macnow (@RealGlenMacnow) August 31, 2018„Hann er auðvitað risastór en um leið með sprengikraft og góðan hreyfanleika fyrir svona stóran mann,“ skrifaði Michael Maguire um Mailata í grein fyrir PlayersVoice. „Stuttir kaflar á fullu passar honum vel,“ bætti Maguire við en á meðan leikkaflarnir eru lengri í rugby þá eru átökin meiri í NFL-deildinni. Á lista Eagles liðsins er Mailata skráður 203 sentímetrar og 157 kíló. Hann er stór en þó ekki stærsti leikmaðurinn í NFL-deildinni. Hann hefði hins vegar verið stærsti leikmaðurinn í NRL rugby deildinni í Ástralíu. „Mér fannst ég ekki vera of stór til að spila rugby. Ég talaði ekki um það sjálfur heldur voru aðrir að benda á það og segja mér það. Ég var samt tilbúinn að taka þetta áhættu og reyna að komast í NFL þegar fólk sagði að ég væri of stór fyrir rugby. Ég hlæ bara af því núna,“ sagði Mailata."Maybe the best story in the entire National Football League is here in Philadelphia and thats left tackle @jordan_mailata" Catch the review of his efforts in @Eagles final pre-season game Exciting times #FlyEaglesFlypic.twitter.com/NZoMr62PZ3 — NFLAustralia (@NFLAustralia) August 31, 2018
NFL Rugby Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira