Lömbin þagna: 110 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2018 19:30 Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Sauðfjárslátrun hófst hjá Sláturfélag Suðurlands á Selfossi í morgun en um 110 þúsund fjár verður slátrað. Bændur fá sama verð fyrir dilka sína eins og fyrir ári. Um hundrað útlendingar, aðallega Pólverjar, vinna í sláturtíðinni, en aðeins um sextíu Íslendingar. Sautján hundruð lömbum verður slátrað á dag fyrstu dagana í sláturtíðinni sem nær yfir nokkra vikna tímabil en þegar allt er komið á fullt verður 2.600 lömbum slátrað á dag. Unnið er allan sólarhringinn. „Þetta fer bara vel af stað, okkur hlakkar alltaf til þegar þessi tími byrjar. Við munum slátra um 110 þúsund fjár sem er svipað og í fyrra. Lömbin koma frá Suðurlandi og Vesturlandi sem er okkar svæði,“ segir Benedikt Benediktsson, stöðvarstjóri hjá SS.Benedikt Benediktsson er stöðvarstjóri hjá SS á Suðurlandi.150 starfa í sláturtíðinni Benedikt segir erfitt að segja til um fallþunga dilkanna eftir rigningarsumarið mikla en vonast þó til að þeir verði svipaðir og síðastu haust. Um 150 manns munu starfa í sláturtíðinni. „Þetta eru margar hendur sem koma að þessu og við erum svo heppnir að við erum að fá sama fólkið til okkar aftur og aftur, það hjálpar okkur mikið að fá vant fólk til starfa,“ segir Benedikt. Það vekur nokkra athygli hvað margir útlendingar hafa verið ráðnir í sláturtíðina í ár. „Já, það er töluvert af þeim eins og undanfarin ár. Heildarfjöldinn í sláturtíð er um 160 og af því eru 90 til 100 útlendingar. Útlendingarnir koma mest megnis frá Póllandi og svo erum við með sérhæfða slátrara frá Nýja Sjálandi,“ segir Benedikt. Slátursala hefst um 20. september en þá verður hægt að gera góð kaup á ódýrum og hollum mat með því að taka slátur.Sviðahausar sviðnir.Um 160 manns munu starfa í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi í haust, þar af um um 100 útlendingar. Lömbin sem koma til slátrunar eru af sveitabæjum á Suðurlandi og Vesturlandi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira