Hvimleitt að ferðamenn virði ekki merkingar við Gullfoss Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. september 2018 06:00 Böndin sem girða af göngustígana eru ekki mikil hindrun fyrir þá sem vilja komast sem næst Gullfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Þetta er hvimleitt vandamál og er það auðvitað víða um land. Ástandið hérna er samt alveg innan marka miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur,“ segir Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á Gullfossi og Geysi, um það að ferðamenn fari ekki eftir öryggisreglum. Valdimar segir að oft sé um hjarðhegðun að ræða. Fari einn yfir böndin sem afmarka göngustíginn fylgi oft fleiri í kjölfarið. Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en að sögn Valdimars koma þangað að jafnaði um 2.800 manns á degi hverjum. Í sumar hafi þessi fjöldi stundum verið milli fjögur og fimm þúsund manns. „Fólki er stýrt mjög vel hérna. Við erum með upplýsingaskilti og bönd sem girða af göngustíga. Samt höfum við ekki mannskap til að elta uppi hvern og einn ferðamann sem fer ekki eftir fyrirmælum.“Ferðamenn vilja komast sem næst fossinum til að ná sem bestum myndum.Valdimar segir að tveir til þrír landverðir séu á vakt að jafnaði og sinna þeir bæði Gullfossi og Geysi. „Hingað er að koma fólk allan sólarhringinn en við erum bara með vakt á daginn.“ Aðspurður hvort hægt sé að koma frekar til móts við þá ferðamenn sem vilji komast sem næst fossinum segir Valdimar að huga þurfi að öryggi ferðamanna og gróðurvernd. „Við erum búin að teygja þetta ansi vel og reynum að vera eins sanngjörn og við getum. Það eru samt takmörk á því þar sem það er hætta á grjóthruni.“ Umhverfisstofnun fer með málefni friðlýstra svæða en Gullfoss var friðlýstur árið 1979. Í nóvember 2016 var samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið sem gildir til 2025. Þar kemur fram að auka skuli meðvitund ferðamanna um þær hættur sem séu til staðar með aukinni fræðslu. Þá er lögð áhersla á að ferðamenn virði merkingar og öryggislínur og fylgi göngustígum.Þessir ferðamenn lögðu sig í hættu enda brúnirnar ótraustar. fréttablaðið/eyþór„Aðgerðirnar sem þarna eru tilteknar eru á áætlun. Við erum í stöðugri vinnu við að bæta aðstöðuna hér vegna vaxandi fjölda ferðamanna.“ Svavar Njarðarson, framkvæmdastjóri Gullfosskaffis, telur að bæta þurfi merkingar og afmörkun göngustíga. „Svo veltir maður því fyrir sér hvort það þyrfti ekki að skoða sektarheimildir. Það hefur engar afleiðingar í dag ef fólk fer ekki eftir reglum.“ Hann segir að Umhverfisstofnun sé alltaf að bæta aðstöðuna. „Það er allavega ekki stöðnun eða afturför hérna. Í framtíðinni mætti svo kannski efla gæslu á svæðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira