Tilboð Öryggismiðstöðvarinnar villandi og stóð of lengi Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 11:20 Öryggismiðstöðin fékk skömm í hattinn frá Neytendastofu. Vísir/eyþór Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir. Neytendur Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir.
Neytendur Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira