Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira