Er stundum ruglað saman við Amish-fólk Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. september 2018 07:00 Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira