Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu í leik á móti Sviss í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku sumarið 2011. Sviss vann leikinn 2-0. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira